fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Par sagt hafa misþyrmt móður fyrir framan þrjú börn hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 18:50

Héraðsdómur Vesturlands. Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona hafa verið ákærð fyrir alvarlega líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu mannins. Þau eru jafnframt sökuð um brot á barnaverndarlögum þar sem meint árás átti sér stað utandyra fyrir framan þrjú börn mannsins og sambýliskonu hans fyrrverandi.

Málið er á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands.

Parið er sagt hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu mannsins fyrir framan þrjú börn þeirra og sambýlismann hennar. Eru þau sögð hafa rifið af henni spjaldtölvu og ráðist á hana með höggum og spörkum, sem og haldið henni nauðugri. Er hún sögð hafa verið kýld ítrekað í höfuðið og líkama, rifið hafi verið í hár hennar, og sparkað og stappað ítrekað á líkama hennar. Er árásin jafnframt sögð mjög ruddaleg gagnvart börnum fólksins sem horfðu á.

Við árásina hlaut konan kúlu á hnakka, mar á báðum upphandleggjum og báðum hnjám, klórför á hægri handlegg, rispur víðsvegar um líkamann, þreifieymsli í hálshrygg, lendhrygg, millirifjavöðvum og kvið, og verki við djúpöndun í framanverðum brjóstkassa.

Héraðssaksóknari krefst þess að parið verið dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Auk þess gerir konan einkaréttarkröfu á þau um miskabætur að fjárhæð 1 milljón króna.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK