fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Páll greinir frá misheppnuðu kvótauppboði í Namibíu – „Allt í boði Ríkisútvarpsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 17:30

Páll Steingrímsson og Samherji. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja og harðsnúinn fylgismaður fyrirtækisins í opinberri umræðu, greinir í dag frá misheppnuðu kvótauppboði í Namibíu og undrast þögn íslenskra fjölmiðla um það. Segir hann gífurleg verðmæti hafa farið forgörðum við hið misheppnaða uppboð og nú syndi aflaverðmæti upp á mörg hundruð milljarða óveidd í sjónum við strendur landsins. Þetta kemur fram í grein Páls á  Vísir.is.

Eins og alþekkt er hefur Samherji verið ásakaður um mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna í skiptum fyrir hrossamakrílkvóta. Réttarhöld yfir ráðamönnunum standa enn yfir í Namibíu og mál Samherja er til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara. Umfjöllun RÚV og Stundarinnar um málið leiddi til þess að lögum um kvótaúthlutanir var breytt og gripið til uppboðs í stað þess að selja heimildirnar til valinna aðila. Páll segir Kjarnann hafa fjallað mikið um uppboðið í aðdraganda þess en þegi síðan um hvernig uppboðið gekk fyrir sig. Sakar hann Kjarnann og RÚV um að velja sér fréttaefni með þeim hætti að það flokkist undir áróður.

Að sögn Páls skilaði uppboðið aðeins andvirði um 65 milljóna íslenskra króna í ríkissjóð Namibíu í stað sex milljarða sem væntingar voru um og hefðu komið í kassann ef allar aflaheimildir hefðu selst. Páll skrifar:

„Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. Boðinn var upp kvóti í þremur tegundum, 11.000 tonn af lýsingi, 72.000 tonn af hestamakríl og 392 tonn af skötusel. Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins.

Misheppnað uppboð leiðir til þess að 99% þess hestamakríls sem boðinn var upp syndir enn í sjónum, engum til gagns. Það þýðir ekki aðeins lægri tekjur fyrir ríkissjóð Namibíu því hér er um að ræða ódýrt prótein fyrir tekjulægri hópa sem ratar aldrei á markað. Þá verða mörg hundruð sjómenn af atvinnu en til að veiða 72.000 tonn af hestamakríl á yfirstandandi fiskveiðiári hefði þurft a.m.k. sex skip, hvert með hundrað manna áhöfn, til að ná þessum veiðiheimildum innan tilgreinds tíma.

Fréttir um uppboðið voru reiðarslag fyrir namibískt samfélag og ollu mikilli reiði meðal Namibíumanna. Forsíða eins útbreiddasta dagblaðs Namibíu, The Namibian, var undirlögð undir þetta mál undir fyrirsögninni: „Uppboðið endar með tárum“ og þegar þetta er skrifað eru mörg hundruð athugasemdir undir fréttum af málinu á Facebook-síðu The Namibian. Margar þeirra frá fólki sem missti lífsviðurværið vegna uppboðsins.“

Páll rekur síðan hvað Samherji hafi skilað til samfélagsins í Namibíu og segir fullyrðingar um arðrán félagsins þar vera fráleitar:

„Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi