fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Íslensk börn slást meira og dreifa myndböndum af misþyrmingum – Lögreglukona skoðaði 100 myndbönd á einni síðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 20:57

Marta Kristín Hreiðarsdóttir. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk börn slást meira núna en áður. Könnun leiðir í ljós að 3% stelpna í 10. bekk hafði tekið þátt í slagsmálum oftar en þrisvar á 12 mánuðum. Árið 2018 var þetta hlutfall komið upp í 17%. Hjá strákunum fór hlutfallið úr 15% upp í 23%.

Mjög hefur færst í vöxt að unglingar taki hrottaleg slagsmál upp og dreifi myndböndum annaðhvort á milli sín eða birti þau í sérstökum hópum eða á sérstökum síðum á Instagram eða Facebook. Svo virðist sem myndbandadreifingin geti ýtt undir áhuga á að taka þátt í ofbeldi og öðlast með því alræmda frægð í unglingahópum.

Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ræddi þessi mál í Kastljósi í kvöld. Kom meðal annars fram að vel gangi að loka þessum ofbeldissíðum og er samvinna við Facebook þar góð.

Marta hefur skoðað mjög mörg myndbönd af þessu tagi. Á einni síðu skoðaði hún um 100 ofbeldismyndbönd. Segir hún að stundum séu slagsmálin skipulögð eins og íþróttakeppni og liggi við að keppendur takist í hendur áður en þau hefjast. Grunar Marta að þar gæti áhrifa frá slagsmálaíþróttum.

Önnur myndbönd sýna hrottafullt ofbeldi gegn yfirbuguðum einstaklingum sem þurfa að þola högg í höfuð og líkama. Marta bendir á að eitt högg á vitlausan stað geti haft óafmáanlegar afleiðingar og skelfileg dæmi séu um þolendur sem hafi hlotið varanlegan skaða af slagsmálum sem þessum.

Lögreglan er í árverknisátaki gegn þessu ofbeldi og hvetur foreldra til að ræða þessi mál við börn sín. Er mælt með því að börnin séu spurð hvort þau þekki ofbeldissíður af þessu tagi og er mælt með að foreldrar fái að skoða síma barna sinna. Er mjög æskilegt að rætt sé um svona athæfi við börnin.

Bent er á að sá sem horfir á ofbeldi án þess að flýja af vettvangi eða hringja á hjálp getur talist meðsekur í ofbeldinu. Það sama gildi um að taka upp átökin og dreifa myndböndum af þeim.

Lögreglan lætur foreldra horfa á myndböndin

Lögreglan hefur beitt þeirri aðferð í þessum málum að setjast niður með gerendum og foreldrum þeirra og horfa á myndböndin. Segir Marta það vera miklu áhrifaríkara fyrir foreldri að horfa upp á það sem barnið tók þátt í heldur en að heyra af því að barnið hafi lent í slagsmálum. Geti þetta valdið viðhorfsbreytingu. Fulltrúi frá barnavernd er einnig viðstaddur þessar sýningar.

Börn eru sakhæf frá 15 ára aldri en fram að þeim tíma geta þau ekki borið ábyrgð gagnvart dómstólum. Marta segir sjaldgæft að börn yngri en 18 ára séu dæmd í fangelsi en þess í stað afpáni þau í gegnum úrræði hjá barnaverndarnefnd í mjög alvarlegum málum. Hins vegar getur þátttaka barns sem orðið er 15 ára í slagsmálum leitt til ákæru og dóms. Lögreglan beiti einnig sáttameðferðum í málum af þessum tagi og þá takist stundum að miðla málum og koma á friði milli þeirra sem hafa verið að slást.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi