fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íbúar Norðurlands vestra beðnir um að forðast höfuðborgina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hvetur íbúa Norðurlands vestra að takmarka eins og kostur er öll ferðalög til höfuðborgarsvæðisins sem og önnur svæði sem talin eru útsett fyrir kórónuveirusmitum. Eins bendir aðgerðarstjórn á að fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda til höfuðborgarbúa að halda sig heima eins og kostur gefst.

Aðgerðarstjórn segir að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt en kveðst hafa áhyggjur af þróun mála annars staðar á landinu.

„Aðgerðarstjórn hefur þungar áhyggjur af ástandinu og þeirri þróun sem við blasir þó svo að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt þar sem þrír eru í einangrun“ 

Því eru íbúar Norðurlands eystra beðnir um að forðast höfuðborgarsvæðið sem og önnur svæði á landinu þar sem mikið er um smit kórónuveirunnar. Eins eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að fara að fyrirmælum sóttvarnayfirvalda og halda sig heima.

„Jafnframt er rétt að benda á ný tilmæli sóttvarnayfirvalda um að íbúar höfuðborgarsvæðisins takmarki ferðalög sín út fyrir svæðið og haldi sig heima eins og kostur er. Með slíkum aðgerðum er verið að lágmarka möguleikana á því að ný smit berist inn landshlutann“ 

Faraldur COVID-19 krefist þolinmæði, ábyrgðar og skynsemi. Nú sem aldrei áður séum við öll almannavarnir og framhaldið sé undir okkur öllum komið.

„Öllum er ljóst að þreyta og leiði vegna þessara aðgerða er mikill hjá íbúum svæðisins sem og landsins alls en sú þróun sem við okkur blasir kallar á að við öll sýnum ábyrgð og skynsemi gagnvart þessu stóra verkefni.

Slagorðið“ við erum öll almannavarnir“ hefur sennilega aldrei átt betur við en nú.
Árangurinn er undir okkur sjálfum kominn.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin