fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Greip tvisvar í brjóst á konu á skemmtistað á Ísafirði

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. október 2020 16:00

Héraðsdómur Vestfjarða er staðsettur á Ísafirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var í dag dæmdur fyrir kynfyrðislega áreitni með því að hafa gripið tvisvar utanklæða um vinstra brjóst konu á skemmtistað á Ísafirði. Atvikið átti sér stað þann 1. mars síðastliðinn en maðurinn var ákærður í júlí. Konan krafðist þess að fá 1 og hálfa milljón krónur í miskabætur.

Fyrir dómi játaði maðurinn það undanbragðalaus að hafa áreitt konuna kynferðislega með þessum hætti. Hann krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabæturnar verði stórlega lækkaðar.

Samkvæmt sakavottorði mannsins var hann þann 18. september 2019 dæmdur í 30 daga fangelsi, með tveggja ára skilorði, fyrir blygðunarsemisbrot. Maðurinn er talinn hafa brotið skilorðið með kynferðislegu áreitninni sem um ræðir.

Maðurinn hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en þar sem hann játaði brotið og vegna alvarleika atviksins þykir það rétt að fullnustu refsingar sé frestað. Maðurinn fær því aftur tveggja ára skilorð og mun dómurinn falla ef hann brýtur það ekki.

Þá var maðurinn dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í miskabætur með vöxtum til konunnar auk þess sem hann var dæmdur til að greiða samtals tæpa hálfa milljón í þóknun til verjanda síns og réttargæslumanns konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi