fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi ákærður fyrir 60 milljóna skattsvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. október 2020 09:03

Samsett mynd DV. Stefán Gunnar Ármannsson og Héraðsdómur Vesturlands. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Gunnar Ármannsson frá Akranesi hefur verið ákærður fyrir undanskot á virðisaukaskatti fyrir samtals 60 milljónir króna fyrir árin 2016, 2017 og 2018.

Snertir þetta rekstur fyrirtækis Stefáns, Hróar ehf, en það er búvélaverkstæði.

Stefán sat í 12 ár í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar en í sveitarstjórnarkosningunum 2018 tók hann 14. sæti á lista framboðsins Áfram Hvalfjarðarsveit.

Stefán er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félaginu Hróar. Er fyrirtækið sagt ekki hafa staðið skil á virðisaukaskattskýrslum og ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem félagið hafi átt að greiða á áðurnefndu tímabili.

Í annan stað er Stefán ákærður fyrir að hafa nýtt sér ávinning af brotum sem nema þessari upphæð, 60 milljónir króna.

Er þess krafist að Stefán verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Vesturlands þann 8. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín