Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Hyggst hann leggja það til við heilbrigðisráðherra. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavörnum.
Segir þar að almenningur muni auk þess fá „sterk tilmæli“ um að hafa varann á vegna veirunnar. 99 smit greindust í gær á Íslandi, lang flest á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta næst mesti fjöldi greininga á einum degi frá upphafi. Aðeins greindust fleiri þann 24. mars, en þá greindust 106.
Segir Fréttablaðið að veirusmit virðast nú vera komin í veldisvöxt á höfuðborgarsvæðinu og munu aðgerðir Almannavarna því miða hvað helst að því svæði. RUV birtir eftirfarandi lista yfir aðgerðir:
Segir RUV að ofangreindur listi séu „reglur sem embætti ríkislögreglustjóra boðar fyrir höfuðborgarbúa til að taka þátt í eru.“ Hefur orðalagið vakið athygli, enda „reglur“ ríkislögreglustjóra almennt ekki eitthvað sem almenningi er „boðið að taka þátt í.“ Enn fremur eru reglurnar með þeim allra hörðustu sem Íslendingar hafa mátt venjast síðustu ár og áratugi og ljóst að vísir að útgöngubanni sé lagður með reglunum.
Skólahald mun áfram fara fram með þeim hætti sem verið hefur undanfarna daga og vikur og miða við þær reglur sem þegar eru í gildi. Upplýsingafundur hefur verið boðaður í dag klukkan 15:00 og hyggjast almannavarnir kynna aðgerðir sínar nánar þar.