fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Ákæra gefin út í 12 ára gömlu nauðgunarmáli – Nauðgaði og lamdi konu á hótelherbergi á Íslandi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru vegna nauðgunar sem átti sér stað 10. ágúst árið 2008 á hótelherbergi. Ekki kemur fram hvar á landinu árásin átti sér stað, en maðurinn á lögheimili á Akureyri.

Maðurinn sem ákærður er fyrir nauðgunina er sagður í ákærunni hafa kastað sér á fórnarlamb sitt þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu. Mun hann hafa haldið henni þar fastri þar til hún féll í gólfið í átökum við manninn. Maðurinn hélt henni niðri á gólfinu og greip um fótleggi hennar þegar hún reyndi að standa upp svo að hún skall niður á gólfið á hnén og svo á bakið. Setti árásarmaðurinn meintur þá hné í brungu hennar. Konan skreið þá upp í rúmið aftur þar sem maðurinn nauðgaði henni. Konan hlaut af árásinni ýmsa áverka svo sem marbletti, núningssár, rispur á maga og sprungur á kynfærum.

Konan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða konunni sex milljónir í miskabætur auk skaðabóta og að maðurinn greiði kostnað vegna réttargæslumanns.

Saksóknari gerir þá kröfu í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsinga og að greiða allan sakarkostnað

Athygli vekur að ákæran er gefin út í apríl á þessu ári vegna atburðar sem átti sér stað árið 2008. Í samtali við DV varðist Katrín Hilmarsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, allra fregna af málinu og sagðist ekki getað tjá sig um ástæður þess að 12 ár liðu á milli atburðar og ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025