Covid-19 smit greindist hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og hafa nokkur smit verið rakin til stöðvarinnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir kom inn á smitið á upplýsingafundi dagsins og sagði fjölda smita hafa verið rekin þangað sem og til kráa. Nýjustu tölur kveða á um 59 innanlandssmit.
Hnefaleikafélagi Kópavogs hefur sent frá sér yfirlýsingu og hvetur iðkendur til þess að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700 finni þeir fyrir einkennum. „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í yfirýsingunni.
https://www.facebook.com/hnefaleikafelagkopavogs/posts/4493824867357312