fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Íslenskur hjartalæknir dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi – Játaði brotin

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. október 2020 11:12

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur hjartalæknir var ákærður þann 8. júní síðastliðinn vegna umferðalagabrota en dómur var kveðinn upp í málinu þann 27. ágúst síðastliðinn.

Hjartalæknirinn var ákærður fyrir þrjú umferðarlagabrot. Á sunnudagsmorgni í maí ók hann bifreið sinni á 72 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var einungis 50 kílómetra á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum vegna þessa.

Í hádeginu sama dag var hann tekinn fyrir að keyra án ökuréttinda. Þá var hann aftur tekinn fyrir að keyra án ökuréttinda 9 dögum síðar.

Hjartalæknirinn viðurkenndi það skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærunni. Hann var í kjölfarið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna þessa brota.

Síendurtekin brot

Þetta var ekki fyrsta brot hjartalæknisins og má raunar segja að hann hafi síendurtekið brotið af sér. Hann hafði fjórum sinnum áður sætt refsingu vegna brota. Árið 2013 fékk hann sekt fyrir ökubrot, var sviptur ökurétti í kjölfarið og dæmdur í 30 daga fangelsi. Þá lauk hann afplánun dómsins með samfélagsþjónustu.

Þá var hjartalæknirinn einnig fundinn sekur um að hafa á tímabilinu 15. júní 2018 til 31. október 2019 ekið 9 sinnum án þess að hafa ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu