fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Bjössi í World Class er ósáttur: Tapaði 600 milljónum – „Mér finnst þetta fáránlegt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. október 2020 16:48

Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leifsson, eigandi World Class, er ekki sáttur með yfirvofandi lokanir á líkamsræktarstöðvum. „Ég vona að Bjarni bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ sagði Björn í samtali við Vísi og á þar við Bjarna Benidiktsson fjármálaráðherra.

Greint var frá því í dag að fjöldatakmörkun verði 20 manns og að líkamsræktarstöðvum, börum og spilasölum verði lokað. „Mér finnst þetta fáránlegt,“ segir Björn. „Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“

Líkamsræktarstöðvum var einnig lokað í vor og segir Björn mikið fjárhagslegt tjón hafi orðið vegna þess. Hann segist hafa tapað 600 miljónum og fengið aðeins 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. „Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta.“

Björn segir einnig að upplýsingaflæði frá yfirvöldum hafi verið ekkert varðandi lokanirnar. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“

Lesa meira: 20 manna samkomubann – Breyttar reglur í sundlaugum – Líkamsræktarstöðvar, barir og spilasalir lokaðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“