fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

61 smit í gær – „Við verðum að grípa til harðari aðgerða“ segir Þórólfur

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. október 2020 11:42

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 ný Covid-19 smit voru greind í gær. 55 smit greindust í einkennasýnatöku, 5 í sóttkvíar- og handhófsskimun og 1 smit greindist í skimun Íslenskrar erfðagreiningar.

1.608 manns eru nú í sóttkví og 1.431 er í skimunarsóttkví. Þá eru 652 manns í einangrun hér á landi og 11 á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu.

„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi í kjölfar frétta af smitunum í dag. Hann segists ætla að skila minnismiða með tillögum um hertar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann vildi ekki ræða það nánar hvaða hertari aðgerðir væri um að ræða.

„Staðan er önnur nú“

Þá segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að spítalinn sé ekki eins tilbúinn núna og hann var í vor fyrir Covid-19. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll í pistli sínum sem birtist á heimasíðu Landspítalans. Hann segir þetta einkum ráðast af tvennu.

„Annars vegar þá glímdum við í upphafi fyrsta faraldurs við verulegan útskriftavanda, einkum vegna þess að fjölmargt fólk sem var útskriftarhæft beið á spítalanum úrræða annars staðar. Hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg var opnað í lok febrúar og fóru þá frá okkur um 40 einstaklingar þangað og á önnur hjúkrunarheimili,“ ssegir Páll.

„Hins vegar var starfsemi utan spítalans afar takmörkuð og allt þjóðfélagið í hægagangi sem fækkaði hefðbundnum verkefnum á spítalanum þannig að við gátum einhent okkur í COVID-19 tengd verkefni. Staðan er önnur nú, fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Til að bregðast við þessu höfum við átt í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og samstarfsstofnanir sem við gerum ráð fyrir að skili árangri fljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu