fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Landamæraskimun óbreytt til 1. desember

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að breyta ekki fyrirkomulagi skimana vegna COVID-19 á landamærunum fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. desember nema tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þessi ákvörðun byggist á stöðu faraldursins hér innanlands sem og erlendis en einnig á öðrum viðmiðum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hefur sett fram. Meðal viðmiða Þórólfs er staða skimana fyrir sjúkdómnum í samfélaginu, alvarleiki sjúkdómsins, geta heilbrigðiskerfisins, aðrar sóttvarnarráðstafanir o.s.frv.

Fyrirkomulagið verður metið að nýju fyrir 1. desember með hliðsjón af viðmiðum sóttvarnarlæknis.

„Þá verði starfi vinnuhóps heilbrigðisráðuneytis um viðurkenningar vottorða frá tilteknum ríkjum hraðað eins og kostur er. Þá eru til skoðunar ýmsar tillögur um leiðir til að greiða fyrir ferðum um landamæri sem verða metnar af stýrihóp ráðuneytisstjóra og sóttvarnaryfirvöldum,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“