Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2020 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður verður að segjast að þakkirnar eru rýrar í roðinu,“ segir Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þorgrímur er harðorður í garð stjórnvalda og þá meðferð sem eldri kynslóðir hér á landi mega þola, fólkið sem nú er að nálgast eftirlaun og það sem þegar hefur náð eftirlaunaaldri. Þorgrímur segir að þessar kynslóðir hafi lagt meira á vogarskálarnar fyrir þjóðina en þær fá hrós fyrir. Þær hafi unnið þrekvirki í innviðauppbyggingu þjóðarinnar.

Metnaður fyrir landi og þjóð

„Það er nánast sama hvar drepið er niður fæti í því sem okkur þykir svo sjálfsagt í dag. Sjúkrahús um land allt sem við kjósum nú að kalla heilbrigðisstofnanir, þróun íslensks iðnaðar, vegasamgöngur yfir fjöll og firði, vatnsveitu, hitaveitu og græna orkuframleiðslu. Mörg af þessum framfaraskrefum voru stigin af framsýnu fólki með mikinn metnað fyrir land og þjóð. Sjálfboðavinna var ekki óþekkt í kringum sumar þessara framkvæmda, samanber ófá handtök sjálfboðaliða við byggingu sjúkrahúsa. Á þessum áratugum framfara í íslensku þjóðlífi höfðu menn skilning á því hve miklu máli skipti fyrir komandi kynslóðir að grunnþættir samfélagsins yrðu að vera samvinnuverkefni. Skipulagt, framkvæmt, byggt og rekið á samfélagslegum forsendum, landsmönnum öllum til heilla. Því aðeins með samtakamætti væri gerlegt fyrir litla þjóð í stóru landi að byggja slíka innviði hringinn í kringum landið. Þetta var á þeim tímum sem vilji var til þess að Ísland allt væri búsetuvalkostur fyrir ungt og stórhuga fólk.“

Þorgrímur telur svo upp nokkur tímamótaverkefni hér á landi sem eldri kynslóðirnar eiga heiður að, til dæmis hvað varðar virkjanir og raforkuvæðingu í iðnaði svo eitthvað sé nefnt. Bendir hann á að á örskömmum tíma í sögulegu tilliti hafi Íslendingar risið upp úr örbirgð og skipað sér meðal fremstu þjóða hvað framþróun varðar. Nú sé litið til Íslendinga af öðrum þjóðum hvað varðar samfélagslega uppbyggingu.

Þakkirnar rýrar í roðinu

„Við gátum nýtt hugvit og landkosti okkar þjóðinni til framfara, án erlends boðvalds og afskipta. Þá gilti einu hvort um var að ræða uppbyggingu orkukerfisins, fræðslumála, heilbrigðismála eða sjálft þorskastríðið. Íslendingar voru meðvitaðir um gildi og mikilvægi þess að vera sjálfráðir um eigin lög og athafnir. Að þessu búum við enn, þökk sé þeim kynslóðum sem höfðu kjark til að berjast fyrir þessu frelsi landsins. En hvernig þökkum við sem nú höldum um veldissprotann þessum baráttuglöðu kynslóðum fyrir þau forréttindi sem þær hafa fært okkur? Því miður verður að segjast að þakkirnar eru rýrar í roðinu. Ekki aðeins svíkjum við þessa Íslendinga um mannsæmandi framfærslu á efri árum, sem hafði þó verið lofað að væri ein af grunnstoðum hins íslenska velferðarríkis, heldur döðrum við einnig við að einkavæða grunnþarfir þessa sama hóps og leggjumst nánast flöt fyrir erlendu boðvaldi,“ segir Þorgrímur. Þetta birtist meðal annars í „arfaslakri frammistöðu“ þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir þjóðina í sameignlegu EES-nefndinni.

Ættum að skammast okkar

Yfirskrift greinar Þorgríms er Ættum við að skammast okkar? og því er fljótsvarað, segir hann.

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar fyrir framkomu okkar við eldri kynslóðir samfélagsins og afrek þeirra. Við sem þjóð verðum að sækja kjark og þor til þeirra kynslóða sem færðu okkur eitt mesta velferðarríki sögunnar. Þar gildir aðeins grjóthörð hagsmunagæsla í erlendu samstarfi og samningum. Því að þó að við getum verið stolt af fortíðarafrekum munu þau, eins góð og þau eru, ekki tryggja Íslendingum áframhaldandi yfirráð yfir auðlindum sínum ef okkur brestur kjark til að feta í fótspor eldri kynslóða. Og hér er þó ónefnd sú vá sem kann að leynast fyrir litla þjóð í stórfelldum uppkaupum auðmanna á íslensku landi. Það er efni í aðra grein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftirför í miðborginni

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“