fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Styttist í slaginn við Ungverja – Hvað er framundan hjá strákunum okkar á EM?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar mæta Ungverjum í dag kl. 17:15 í lokaleik liðanna í E-riðli á EM. Leikurinn fer fram í Malmö eins og aðrir leikir Íslands til þessa. Ísland er komið áfram í milliriðil en ef Ísland sigrar Ungverjaland í dag tökum við tvö stig með okkur í milliriðilinn – gífurlega mikilvæg stig sem geta ráðið miklu um framhaldið.

Íslendingar verða í milliriðli með Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Slóveníu, auk þess liðs sem fer með okkur, Ungverjaland eða Danmörk. Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í undanúrslit. Þetta eru allt lið sem Ísland hefur unnið á undanförnum árum. Ekkert segir að við getum ekki lagt þau að velli núna.

Þjálfari Ungverjalands, Isvan Gulyas, segir í viðtali við RÚV að Íslendingar spili öfluga og flókna vörn. Hann býst við mjög erfiðum leik en trúir á sigur.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, segir í viðtali við RÚV að Ungverjar hafi reynst Íslendingum ákaflega erfiðir í gegnum tíðina. Ungverjar hafi spilað frábærlega í jafnteflisleik gegn Dönum. Guðmundur segir að planið sé að keyra upp hraðaupphlaup gegn Ungverjum og reyna að ná góðu forskoti snemma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“