Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Rolling Stone fjallar um Hildi Guðnadóttur: Er að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 21:30

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rolling Stone, eitt þekktasta tónlistartímarit heims birti í kvöld grein um Íslenska tónskáldið, Hildi Guðnadóttur, en hún var í morgun tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í Joker.

Greininn ber heitið Óskarinn: Tónskáld Jókersins, Hildur Guðnadóttir er að gera sögulega hluti.

Í greininni er Farið er yfir seinustu daga í lífi Hildar sem hafa einkennst af tilnefningum og verðlaunum. Á dögunum vann hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í áðurnefndri Joker-mynd, auk þess sem hún fékk Verðlaun Félags tónskálda og textahöfunda fyrir tónlistina í Chernobyl-þáttunum.

Ræðir dans Jókersins

Blaðamaður Rolling Stone ræddi við Hildi sem var stödd hjá lækni vegna sýkingar sem eiginmaður hennar fékk í eyra. Í viðtalinu ræddi hún um dans leikarans Jouquin Phoenix við tónlist hennar, en hann fer með hlutverk Jókersins í samnefndri mynd.

„Hann bjó þennan dans til, hann var nokkurnveginn að bregðast við í rauntíma og einfaldlega að tjá sig.“

„Það var svo fallegt að sjá Joaquin hreinlega holdga það sem að ég hafði fundið þegar ég skrifaði tónlistina. Þetta var einmitt eins og ég hafði upplifað karakterinn og það var töfrum líkast að sjá tengingu hans án þess að þurfa einhverja útskýringu.“

Vill hafa áhrif á konur

Hildur talar einnig um það hversu karlæg kvikmyndatónlist hefur verið. Hún tekur ekkert frá þeim körlum sem gert hafa kvikmyndatónlist, en bendir á að afar mikilvægt sé fyrir kvikmyndaheiminn að heyra einnig í konunum.

„Þeir eru, augljóslega, frábær tónskáld, sem hafa átt sín tækifæri fyllilega skilið, en það er spennandi að heyra nýjar raddir.“

Hildur vonast til að geta verið innblástur fyrir konur og sérstaklega mæður. Hún segir að ekkert hafi sömu áhrif og þegar að maður sjái að eitthvað sé mögulegt.

„Ég vona að þetta veiti öðrum konum innblástur, Ég tel að til þess að gera stórar breytingar fyrir ungar konur – er mikilvægt að þær sjái að þetta sé möguleiki, að starfa við þetta,“

„Má nokkuð eiga fjölskyldu ef þú starfar við þetta? Ég er sjálf móðir , og ég vona að þetta verði til þess að konur láti það ekki aftra sér, svo þær geti mætt og stundað vinnuna sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra
Fréttir
Í gær

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“