fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Hildur tilnefnd til Óskars – Þykir líkleg til sigurs

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir árið 2019 voru afhjúpaðar rétt í þessu og hreppti Hildur Guðnadóttir útnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eins og margir hverjir höfðu spáð. Hildur er önnur íslenska konan sem hlotið hefur tilnefningu bandarísku akademíunnar en hin er Björk Guðmundsdóttir.

Hildur hefur átt mjög góðu gengi að fagna á þessu ári, fyrst fyrir tónlistina úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl sem skilaði henni meðal annars Emmy-verðlaunum og Grammy-tilnefningu og undanfarið hefur verðlaunum og tilnefningum verið hlaðið á tónlist hennar fyrir Joker. Þá hlaut hún Golden Globe-styttuna fyrir Jókerinn á dögunum ásamt verðlaunum gagnrýnenda, Critic‘s Choice Awards, í nótt.

Óskarsverðlaunahátíðin er langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 92. skipti sem hátíðin fer fram. Telja sérfræðingar líklegt að Hildur verði Óskarssigurvegarinn í ár í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þetta mun betur koma í ljós þann 9. febrúar þegar hátíðin verður haldin í beinni útsendingu í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt