fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Gul viðvörun um allt land á morgun – Flug fellt niður og bílar fastir á Reykjanesbraut

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2020 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt á morgun. Samkvæmt vakthafandi veðurfræðing má búast við stormi víða um landið seint á morgun.

Hægt er að greina fjórar lægðir við Ísland og erfitt að fina út hver eða hverjar þeirra muni hafa mest áhrif á landið í dag.

Flugvélum hefur verið snúið frá Keflavík í kvöld vegna veðurs og er Icelandair búið að fella niður öll flug. Umferð hefur verið hæg vegna veðurs og sitja bílar fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur því lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og bíla sem sitja fastir. Frá þessu er greint hjá vísi.is

Samkvæmt Facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum tóku einhverjir upp á því að yfirgefa bíla sína og ganga upp í flugstöð til að missa ekki af flugi. Mikil hætta mun hafa skapast af þessum einstaklingum. Lögregla hvetur fólk til að fara ekki út í veðrið nema vera til þess búin.

Vísir hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að björgunarsveitir Suðurnesja hafi verið kallaðar út og verður í forgangi hjá þeim að leysa úr flækjunni á Reykjanesbraut og koma fólki í skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“