fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 28. september 2020 14:21

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til að herða aðgerðir gegn Covid-19 faraldrinum að svo stöddu. Þó segir hann að ástæða sé til að viðhalda þeim varúðarráðstöfunum sem nú eru í gildi, „næstu mánuðina.“ Þá segir hann að ráðstafanir sóttvarnayfirvalda séu í sífelldri endurskoðun. Segir hann að búast megi við að þeir sem smitast fyrir viku síðan séu nú að veikjast. Því segir Þórólfur að reikna megi með að toppnum sé náð nú eða á allra næstu dögum.

Alma Möller Landlæknir segist sammála Þórólfi, um að staðan sé vissulega áhyggjuefni. Nefndi hún til dæmis að fresta hafi þurft skurðaðgerðum undanfarið á Landspítalanum sem væri miður, en nauðsynleg ráðstöfun. Á móti sagði Alma að vel gengi á heilsugæslu. Alma hvatti fólk til þess að lesa vel þau skilaboð sem fólk fær þegar það hefur pantað tíma í sýnatöku. Ef eitthvað er óljóst að þeim lestri loknum er hægt að hafa samband. Þá sagði Alma að skráning í bakvarðasveitina gengi vel. 211 eru skráðir núna og hafa helmingur þeirra boðist til þess að sinna Covid-19 smituðum sjúklingum.

Áfram vantar á bakvarðalista á landsbyggðinni, bæði faglært og ófaglært fólk. Sérstaklega vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.

Þá kom fram í máli Ölmu að prófanir væru hafnar á Bluetooth virkni smitrakningaapps Almannavarna.

Áfram er nýgengi smita það hæsta á Norðurlöndunum.

Víðir Reynisson frá Ríkislögreglustjóra sagði, aðspurður um hvort harðari aðgerðir kæmu til greina í eftirliti og viðurlögum við brota á sóttkví, að þess væri ekki að vænta. Sagði Víðir að hann hefði ekki áhuga á að koma upp lögregluríki á Íslandi, og að lögreglan og Almannavarnir yrðu að treysta almenningi, eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi