fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Alma Geirdal er látin – „Hryggir okkur meira en orð fá lýst“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Geirdal, ljósmyndari og uppistandari sem vakið hefur mikla athygli fyrir glímu sína við ólæknandi krabbamein, lést í dag eftir langa baráttu.

Sigurborg Geirdal, systir Ölmu, greinir frá andlátinu í stuðningshóp tileinkuðum baráttu Ölmu við krabbameinið. „Hryggir okkur meira en orð fá lýst að láta ykkur vita að elsku yndislega Alman okkar lést í dag umvafin sínum nánustu,“ segir Sigurborg. Vísir greindi fyrst frá andlátinu.

„Það er hryllingur að greinast svona ung, að eiga allt lífið fram undan og allt í einu að eiga það ekki fram undan. Það er bara hryllingur þegar ég á ung börn og stjúpbörn,“ sagði Alma í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu.

Margir landsmenn kannast við Ölmu vegna baráttu hennar við krabbameinið. Hún var 38 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, en eftir að hafa gengist undir meðferð var hún laus við meinið um tíma. Hún greindist svo aftur en í það sinn var engin lækning.

„Ég vil ekki að það sé feimni við dauðann“

Alma skilur eftir sig þrjú börn; eina dóttur og tvo syni, og tvö stjúpbörn; dóttur og son, sem unnusti hennar, Guðmundur Sigvarðsson á. Börnin vissu af veikindum Ölmu og sagði hún að þau væru einstaklega sterk. „Þau eru bara úr stáli, þetta eru sterkustu einstaklingar sem ég þekki og þau fara í gegnum þetta á einhverju sem ég veit ekki hvað er. Þau eru mömmu sinni mikið innan handar og dæla í mig jákvæðum styrk,“ sagði Alma.

Alma sagði frá því í viðtalinu að læknar hefðu gefið henni fjögur ár og það væri ekkert leyndarmál. „Ég vil ekki að það sé feimni við dauðann í þessu viðtali, bara alls ekki, ég fer sátt. Ég er komin með tímann, fjögur ár, aðeins skemur eða aðeins lengur, og það má segja frá því,“ sagði hún.

DV sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Ölmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu