fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir 7 ára fangelsisdóm fyrir 42 kíló

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. september 2020 14:44

mynd/tollgæsla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Heinz Bernhard Sommer frá því í febrúar á þessu ári.

Þjóðverjinn Heinz Bernhard og vinur hans, hinn rúmenski Victori-Sorin Epifanov, fluttu 37,8 kíló af amfetamíni og tæp 5 kíló af kókaíni. Efnin földu þau í Austin Mini Cooper bifreið sem þeir óku um borð í Norrænu. Fíkniefnahundar á Seyðisfirði runnu svo á fnyk efnanna þegar þangað var komið.

Felustaður efnanna í Cooper bifreiðinni var í sérútbúnu og lokuðu hólfi undir farangursgeymslu bifreiðarinnar. Því var læst með raflokum sem tengdir voru stýrisbúnaði með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Í bílnum var einnig staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti falinn í mælaborðinu. Mennirnir höfðu áður komið til landsins. Árið 2018 komu þeir saman á þessum sama bíl. Enn fremur ferðuðust þeir til Óslóar í Noregi og Basel í Sviss.

Mennirnir neituðu fyrir dómi að vita af efnunum. Í dómnum segir að framburður mannanna hafi verið á reiki, ósamrýmanlegur og ósannfærandi á köflum.

Efnin voru nokkuð sterk, en amfetamínið var 69,8% að styrkleika og kókaínið um 81,5% að meðalstyrkleika. Þannig má gera ráð fyrir að þau hefði verið hægt að þynna all duglega út. Var styrkleiki efnanna metinn mönnunum til refsiþyngingar.

Athygli vakti að sakarkostnaður sem mönnunum var gert að greiða af héraðsdómi var hár, eða um sex milljónir og málsvarnarkostnaður upp á 12,4 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“