fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir 7 ára fangelsisdóm fyrir 42 kíló

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. september 2020 14:44

mynd/tollgæsla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Heinz Bernhard Sommer frá því í febrúar á þessu ári.

Þjóðverjinn Heinz Bernhard og vinur hans, hinn rúmenski Victori-Sorin Epifanov, fluttu 37,8 kíló af amfetamíni og tæp 5 kíló af kókaíni. Efnin földu þau í Austin Mini Cooper bifreið sem þeir óku um borð í Norrænu. Fíkniefnahundar á Seyðisfirði runnu svo á fnyk efnanna þegar þangað var komið.

Felustaður efnanna í Cooper bifreiðinni var í sérútbúnu og lokuðu hólfi undir farangursgeymslu bifreiðarinnar. Því var læst með raflokum sem tengdir voru stýrisbúnaði með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Í bílnum var einnig staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti falinn í mælaborðinu. Mennirnir höfðu áður komið til landsins. Árið 2018 komu þeir saman á þessum sama bíl. Enn fremur ferðuðust þeir til Óslóar í Noregi og Basel í Sviss.

Mennirnir neituðu fyrir dómi að vita af efnunum. Í dómnum segir að framburður mannanna hafi verið á reiki, ósamrýmanlegur og ósannfærandi á köflum.

Efnin voru nokkuð sterk, en amfetamínið var 69,8% að styrkleika og kókaínið um 81,5% að meðalstyrkleika. Þannig má gera ráð fyrir að þau hefði verið hægt að þynna all duglega út. Var styrkleiki efnanna metinn mönnunum til refsiþyngingar.

Athygli vakti að sakarkostnaður sem mönnunum var gert að greiða af héraðsdómi var hár, eða um sex milljónir og málsvarnarkostnaður upp á 12,4 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast