fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Maður sem vildi láta vaxa af sér kynhárin kærði til kærunefndar jafnréttismála

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. september 2020 10:43

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem synjað var um meðferðina brasilískt vax á snyrtistofu kærði stofuna til úrskurðarnefndar jafnréttismála. RÚV vakti athygli á málinu en í úrskurði nefndarinnar um málið segir:

„Kærð var ákvörðun snyrtistofu um að synja kæranda um svokallað brasilískt vax á þeirri forsendu að þjónustan væri ekki í boði fyrir karlmenn. Kærunefndin taldi að skilja bæri málatilbúnað kærða á þann veg að félagið væri með ákvörðun sinni að reyna að gæta velsæmis og koma í veg fyrir að blygðunarkennd starfsfólks yrði særð. Við þær aðstæður varð að mati kærunefndarinnar að ljá kærða þó nokkurt svigrúm til að meta hvort bjóða ætti karlmönnum svo viðkvæma þjónustu. Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem kærði tefldi fram taldi kærunefndin að kærði hefði ekki farið út fyrir það svigrúm með umræddri synjun. Taldist kærði þannig hafa sýnt fram á það að réttlæta mætti ólíka meðferð félagsins á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á málefnalegan hátt með lögmætu markmiði og aðferðirnar til að ná því markmiði væru viðeigandi og nauðsynlegar.“

Brasilískt vax felur í sér brottnám hára af líkamanum, meðal annars af kynfærum. Kærandinn segir að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í þessa meðferð á þeirri forsendu að stofan veitti þessa þjónustu ekki til karlmanna eða transfólks. Kærandinn byggir á ákvæðum jafnréttislaga sem banna mismunun á grundvelli kyns.

Kærnefndin telur hins vegar rök snyrtistofunnar, sem neitaði manninum um þjónustuna til að gæta velsæmis, séu gild. Aðeins vinna konur á stofunni en meðferðin krefst nektar og meðhöndlun kynfæra. Var niðurstaða kærunefndarinnar sú að snyrtistofan hefði ekki brotið jafnréttislög með því að neita manninum um þjónustuna.

Sjá úrskurð kærunefndar jafnréttismála

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin