fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Geir særður yfir Jesúmynd Biskupsstofu og telur að myndin hafi sært Agnesi líka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. september 2020 15:43

Geir Waage. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég undrast það að forysta Þjóðkirkjunnar skuli alltaf vera að leita að því sértæka og leggja rækt við það á kostnað þess almenna, og víli ekki fyrir sér að meiða og særa og hneyksla þorra kristinna manna í landinu, bæði í Þjóðkirkjunni og öðrum kirkjudeildum. Þessar kirkjudeildir hafa allar svipaða mynd af Jesú, það er sú mynd sem birtist í biblíunni,“ segir Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði, í viðtali við DV, þar sem hann viðrar mikla óánægju með umdeilda mynd sem Biskupsstofa hefur birt undanfarið þar sem barnastarf er auglýst. Myndin sýnir Jesú Krist með brjóst undir regnboga.

„Kirkjunni er ætlað að boða fagnaðarerindið í anda vorrar lúterks- evangelísku kirkju, ég er að tala um þjóðkirkjuna þá. Það er almennt erindi, því þjóðkirkjan er heilög, almenn kirkja, ekki klúbbur um eitthvað sértækt út og suður,“ segir Geir en hann telur myndina ekkert hafa að gera með boðun fagnaðarerindisins heldur sé um auglýsingamennsku að ræða:

„Það skiptir máli hvernig athygli er vakin á málstað. Með þessu er ekki verið að vekja athygli á málstað kirkjunnar sem er boðun fagnaðarerindisins. Það er verið að vekja athygli á einhverri stofnun, á einhverju fyrirtæki, til góðs og ills. Hver er tilgangurinn? Hver er merkingin? Að láta taka eftir sér eða að koma einhverju á framfæri?“ segir Geir.

Sá sem hefur kynnt framtakið er Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Geir telur að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi komið þarna hvergi nærri:

„Ég hef enga trú á því að frumkvæðið að þessu hafi komið frá biskupi Íslands, ég þekki hana. Hún hefur ekki átt frumkvæðið að þessu. Það mætti segja mér að þetta særði hana ekki minna en aðra. Ég ætla samt ekki að svara fyrir hana, ég svara ekki fyrir samvisku annarra manna. En það kæmi mér mjög á óvart að hún hafi átt upptökin að þessu. Hún ber hins vegar ábyrgðina og það særir mig til viðbótar erindinu sjálfu.“

Geir segir að málið hljóti að koma til kasta Kirkjuþings sem haldið verður þann 10. september. Hann mun sjálfur koma þar hvergi nærri því hann sé ekki lengur á kirkjuþingi. „Mér þætti með ólíkindum ef málið yrði ekki tekið upp á þinginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum