fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kynna nýjar leiðir til stuðnings innanlandsflugi í vikunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 08:00

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Ernir fór nýlega í sína síðustu áætlunarferð til Vestmannaeyja, að minnsta kosti í bili. Flugið er sagt hafa verið óarðbært og því sjálfhætt. Bæjarfulltrúar í Eyjum hafa óskað eftir viðræðum við ríkið um málið en bæjaryfirvöld hafa rætt við nokkra þingmenn Suðurkjördæmis um málið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, að flug til Eyja hafi verið á markaðsforsendum svo ríkið geti ekki stigið inn nema með þeim almennu ráðstöfunum sem nú eru í undirbúningi.

Haft er eftir honum að hann bindi miklar vonir þær aðgerðir sem kynntar verða á næstu dögum um niðurgreiðslur í innanlandsflugi en þær byggja á hinni svokölluðu „skosku leið“. Hún felur í sér að íbúar tiltekinna svæða á landsbyggðinni fá allt að þrjár flugferðir, fram og til baka, á mun lægra verði en verið hefur fram að þessu. 200 milljónir króna eru eyrnamerktar þessu verkefni á þessu ári og 600 milljónir á því næsta. Sigurður sagði vonandi verði hægt að fljúga aftur til Eyja þegar þessar aðgerðir koma til framkvæmda.

Eins og fram hefur komið í fréttum var öllu starfsfólki Herjólfs sagt upp nýlega. Fram hefur komið að 400 milljónir króna vanti inn í reksturinn til að endar nái saman. Í Morgunblaðinu kemur fram að helming þessarar fjárhæðar megi rekja til þess að ríkið hafi ekki efnt skuldbindingar sínar. 200 milljónir hafi svo tapast vegna kórónuveirufaraldursins því bæði farþega- og vöruflutningar hafa dregist saman.

Haft er eftir Sigurði Inga að mikilvægt sé að Vegagerðin og Vestmannaeyjabær nái samkomulagi um túlkun þjónustusamningsins um rekstur Herjólfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin