fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 07:36

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann skýrir frá því að lögmanni hans, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl., hafi borist kæra á hendur honum fyrir meint kynferðisbrot á heimili Jóns Baldvins. Meintur þolandi var gestkomandi kona.

Í grein sinni segir Jón Baldvin: Nánar tiltekið á sakarefnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi.” Þetta segir hann að eigi að hafa gerst í augsýn Bryndísar eiginkonu hans, sem var gestgjafi, og annarra gesta.

Trúlegt, eða hitt þó heldur! Þetta sætir óneitanlega furðu af þeirri einföldu ástæðu, að þetta er með öllu tilhæfulaust. Hreinn uppspuni. Þetta hafa trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins, sem hefur tekið lögreglustjóraembættið bráðum tvö ár að rannsaka. Það er von að spurt sé: Á hvaða leið er ákæruvaldið?”

Spyr Jón Baldvin í greininni og víkur síðan að framburði aðila sem var viðstaddur:

Óhlutdrægur gestur við borðhaldið vottar þetta með eftirfarandi orðum: „Ég undirrituð (nafn og kennitala) staðfesti hér með, að ég var gestur við borðhald á heimili Bryndísar og Jóns Baldvins í Salobreña laugardaginn 16. júní 2018. Þegar sest var að borðum sat Jón Baldvin mér á vinstri hönd. Ég sá því allt sem fram fór við borðhaldið. Ásakanir um, að Jón Baldvin hafi áreitt gestkomandi konu við upphaf borðhalds, eru hreinn tilbúningur og tómt rugl. Slíkt hefði ekki getað farið fram hjá mér. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.“ (Nafn og kennitala.).”

Hann skýrir einnig frá vitnisburði eiginkonu sinnar sem segi ásakanirnar með öllu tilhæfulausar.

Jón rekur síðan eitt og annað tengt ásökunum sem hafa komið fram á hendur honum um kynferðisbrot í gegnum árin og víkur síðan í niðurlagi greinar sinnar að því sem hann segir vera fjölmiðlaherferð á hendur sér þar sem fjölskylduharmleikurinn, sem býr á bak við þetta allt, sé hafður að féþúfu. Hann hafi aldrei átt neitt erindi við almenning.

Hann segir að allt það sem hefur gengið á hafi orðið eiginkonu hans,  Bryndísi Schram, tilefni til að skrifa bók þar sem fjölskylduharmleikurinn er settur í samhengi við þann þjóðfélagslega veruleika sem við búum við. Bókin kemur að sögn út á næstu dögum en hún heitir „Brosað gegnum tárin“.

 Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut, svo að ekki verður aftur snúið. Um líkt leyti og fjölmiðlaherferðin gegn mér og fjölskyldu minni stóð sem hæst í byrjun árs 2019 birtu Stígamót sína árlegu skýrslu um þolendur kynferðisofbeldis, sem til þeirra höfðu leitað á árinu 2018. Þar kom m.a. fram, að 321 kona sagðist hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun og 127 sögðust vera þolendur sifjaspella. M.ö.o. 448 konur leituðu sér hjálpar vegna grófra ofbeldisverka, sem þær höfðu orðið fyrir, að eigin sögn. Þetta náði í fréttir þann daginn – en síðan ekki söguna meir. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þann málabúnað, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni? Sannanlega upplognar sögur um meintar ávirðingar þekktra einstaklinga eru augljóslega fín söluvara. En þegar þær reynast ekki vera á rökum reistar er ótvírætt verið að grafa undan trúverðugleika þeirra, sem eru þolendur raunverulegs kynferðisofbeldis. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir, að málfrelsið, sem okkur ber að verja til seinasta blóðdropa, leyfi mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né heldur að verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Málfrelsið takmarkist með öðrum orðum af rétti annarra til að njóta sannmælis. Það er kjarni þessa máls. Þótt fjölskylduharmleikurinn sé einkamál eru aðrir þættir þessa máls, sem varða okkur öll. Það á svo sannarlega við um hlutverk fjölmiðla og samfélagsmiðla í samtímanum. Það er reginmunur á rannsóknarblaðamennsku og ofsóknablaðamennsku. Í réttarríki ber að gera strangar kröfur til þess, að dómstólar láti ekki stjórnast af annarlegum hagsmunum, pólitískum rétttrúnaði eða tískuhreyfingum í almenningsáliti. Engum á að líðast að taka sér sjálftökurétt til að útskúfa einstaklingum úr samfélaginu á grundvelli upploginna sakargifta. Samt hefur það þegar gerst í okkar samfélagi, að kröfu öfgafeminista og undir merkjum MeToo: Bæði atvinnubann og félagsleg útskúfun, eins og dæmin sanna. Hvar endar sú vegferð? Einmitt þetta hefur orðið Bryndísi, konu minni, tilefni til að setja saman bók, sem meðal annars setur fjölskylduharmleikinn, sem hér hefur verið lýst, í samhengi við þann þjóðfélagslega veruleika, sem við búum við. „Brosað gegnum tárin“ heitir hún og kemur í bókaverslanir á næstu dögum. (Seinasta bók höfundar var: „Tæpitungulaust – lífsskoðun jafnaðarmanns“ og kom út haust 2019.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni