fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Viðurkennir að „sennilega“ hefði átt að grípa til aðgerða fyrr – Samstarfsmenn höfðu áhyggjur

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 21:05

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands 

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands var gestur í Kastljósi í kvöld. Þar tjáði hann sig um mál sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum, en 45 konur hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun Krabbameinsfélags Íslands, þar af er allavega ein kona sem í dag er með ólæknanlegt krabbamein. Auk þess á að kanna hvort að kona sem lést úr leghálskrabbameini fyrir skömmu hafi einnig verið ranglega greind. Ágúst Ingi sagði ábyrgðin lægi hjá leitarsviðinu.

Í tilkynningu sem kom frá Krabbameinsfélaginu í dag kom fram að sá starfsmaður sem hafi rannsakað sýni konunnar sem nú er látin, hafi verið nýkominn úr veikindaleyfi þegar hann rannsakaði sýnið. Stöð 2 greindi í kvöld frá því að um andleg veikindi væri að ræða.

Í þætti kvöldsins spurði Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, hann Ágúst út í veikindi starfsmannsins og sagðist hafa heimildir fyrir því að samstarfsmenn hans hefðu haft áhyggjur af starfsgetu hans.

„Samstarfsmenn höfðu áhyggjur af því að að hann væri fær um að lesa úr þessum sýnum í skimunum og það var rætt um það innanhúss. Hvers vegna var ekki brugðist við?“

„Í fyrsta lagi þá vitum við ekki til þess að starfsmaðurinn hafi verið veikur á meðan hann var við störf hjá okkur. Starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi og þegar hún snýr aftur til vinnu er ekkert sem bendir til annars en að hún hafi náð heilsu,“

Þá ítrekaði Einar spurningu sína og þá svaraði Ágúst með því að segja að það hafi verið brugðist við með slembiúrtaki og það hafi ekki sýnt neitt grunsamlegt,“

Einar spurði hvort að það væri réttlætanlegt gagnvart bæði starfsmanninum og skjólstæðingunum að einstaklingur sem hefur átt við veikindi að stríða væri að sinna starfinu. Hvort að skjólstæðingar ættu ekki að njóta vafans þar sem að málið væri upp á líf og dauða.

„Áhyggjurnar fóru vaxandi eftir þetta atvik. Þegar að þetta sýni var tekið þá höfðum við engar áhyggjur af því hún gæti ekki sinnt sínu starfi,“

„Eftir á að hyggja hefðum við sennilega átt að grípa til aðgerða fyrr,“ sagði Ágúst svo. „Ábyrgðin liggur hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“