fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Slakað verður á samkomubanni 7. september

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. september 2020 14:20

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að slakað verði á samkomubanni þegar þann 7. september en ekki 10. september eins og áður var áformað.

Tilslakanirnar fela í sér að hámarksfjöldi á samkomu fer úr 100 upp í 200. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir megi hafa 75% af leyfilegum gestafjölda í stað 50% eins og er nú og að sviðslistasýningar verði leyfðar með 200 manna áhorfendafjölda hið mesta.

Tveggja metra nálægðarreglan mun víkja fyrir eins metra nálægðarreglu og bendir Þórólfur á að eins metra fjarlægð minnki smithættu fimmfalt.

Fjögur innanlandssmit greindust í gær, en sólarhringana tvo á undan greindust fimm hvorn dag.

Þrír greindust á landamærum og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið. Þórólfur sagði að fjöldi smita sem greinast á landamærum fari vaxandi þrátt fyrir að færri komi til landsins. Gæti það endurspeglað vöxt veirunnar erlendis en einnig að fólk frá sýktari svæðum sé að koma til landsins.

Hvað innanlandssmit varðar hafa 60% þeirra sem greinst hafa frá 15. júní verið í sóttkví. Ekki hafa ný afbrigði veirunnar komið fram undanfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”