fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Læknaprófessorinn Jón segir litla hættu á að deyja af völdum COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. september 2020 09:15

Jón Ívar Einarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, hefur vakið athygli fyrir skrif sín um kórónuveirufaraldurinn í Morgunblaðinu. Grein sem Jón birti um síðustu helgi vakti hörð viðbrögð en þar sagði hann stjórnvöld hafa gengið of langt með „lokun“ landsins, þ.e. með því að krefjast tvöfaldrar skimunar hjá þeim sem koma til landsins með 5-6 daga sóttkví inn á milli.

Í nýrri grein í Morgunblaðinui í dag bendir Jón á að dánartíðni af völdum COVID-19 sé mjög lág og hafi farið lækkandi, líklega vegna þess að yngra fólk sé að smitast í annarri bylgju faraldursins:

„Þetta gef­ur til­efni til ákveðinn­ar bjart­sýni og skýr­ir e.t.v. að hluta þá staðreynd að á meðan tíðni smita á heimsvísu hef­ur verið í línu­leg­um vexti, hef­ur kúrfa dauðsfalla verið flöt. IFR er einn af þeim þátt­um sem þarf að taka til­lit til þegar tekn­ar eru ákv­arðanir um sam­fé­lags­leg­ar aðgerðir út frá heild­rænu sjón­ar­miði. Vissu­lega eru af­leidd­ir kvill­ar Covid líka mik­il­væg­ir og þarf að rann­saka það bet­ur. Það er hins veg­ar ekki heilla­væn­legt að keyra á hræðslu­áróðri til lengd­ar því fólk á Íslandi er skyn­samt og vel upp­lýst og ef gögn styðja ekki skila­boðin þá fjar­ar smám sam­an und­an sam­stöðunni. Það er líka mik­il­vægt að stjórn­mála­menn taki ákv­arðanir sín­ar byggðar á nýj­ustu og bestu upp­lýs­ing­um.“

IFR skammstöfunin sem Jón notar hér að ofan er stuðull fyrir dánartíðni þeirra sem sýkjast af COVID-19, ekki bara þeirra sem greinast með veiruna. Sú dánartíðni er aðeins 0,21%.

Jón segir að áfram sé mikilvægt að viðhafa stífar smitvarnir innanlands en sú aðgerð að setja þá sem koma til landsins í sóttkví sé röng. Telur hann þá aðgerð vera utan meðalhófs. „Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að tala fyr­ir því að opna landa­mær­in upp á gátt, held­ur að halda áfram með tvö­falda skimun í bili og taka upp heim­komu­smit­gát í stað sótt­kví­ar,“ segir Jón.

Jón telur að dánartíðni Covid hafi verið ofmetin:

„Það er mik­il­vægt að litið sé heild­rænt yfir sviðið og að opna umræðuna. Ég hef per­sónu­lega engra hags­muna að gæta, nema það að ég vona að tekn­ar séu ákv­arðanir sem eru heilla­væn­leg­ar fyr­ir okk­ar frá­bæra land og þjóð. Við vit­um að það er óraun­hæft að við kom­um til með að búa í veiru­fríu landi og nei­kvæð umræða sem elur á ótta er ekki heilla­væn­leg til lang­frama. Ég tel að nýj­ustu gögn bendi til að dán­artíðni Covid hafi verið of­met­in, en við erum nú að ganga í gegn­um eitt mesta efna­hags­áfall sög­unn­ar og því afar mik­il­vægt að hlúa að innviðum, and­legri heilsu og lág­marka skaðann fyr­ir sem flesta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér