fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Skatturinn með nýjar upplýsingar um 25 milljarða greiðslur Airbnb til Íslendinga

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 16:45

Grunur leikur á umfangsmiklum skattsvikum í tengslum við útleigu í gegnum Airbnb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattrannsóknarstjóri hefur fengið afhend gögn frá Airbnb á Írlandi um skammtímaleigu fasteigna á Íslandi í gegnum vef og greiðslukerfi Airbnb. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra.

Þar segir að um sé að ræða 25,1 milljarða greiðslur til Íslendinga á árunum 2015-2018. Nú sé unnið að því innan embættisins að greina frekar gögnin og verði þá metið hvort þörf sé á frekari aðgerðum af hálfu embættisins. Gögnin eru fengin með aðstoð írskra skattyfirvalda.

Á vef RUV segir að Skattrannsóknarstjóri hafi fengið upplýsingarnar eftir að hafa leitað til írskra dómstóla. Segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að embættið hafi óskað eftir þeim árið 2019 en verið neitað um aðgang að þeim. Írsk skattyfirvöd hafi þá haft milligöngu um að leita atbeina írskra dómstóla. Um sé að ræða upplýsingar um tæplega 80% allra tekna Íslendinga af Airbnb og 30% aðila sem hafa fengið greiðslur. Smæstu aðilana sé því ekki að finna í gögnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“