fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nýnasistaáróður fyrir framan leik- og grunnskóla í Grafarvogi – Beita rakvélablöðum sem vopni

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 22. ágúst 2020 08:00

Áróður nýnasistanna og leikskólinn Hamrar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinasta haust fjölluðu íslenskir fjölmiðlar um nýnasistasamtök­in Norð­ur­vígi sem fóru mikinn í áróðri sem var bæði að finna á netinu og á götum úti. Síðan í vetur hefur lítið farið fyrir samtökunum, þangað til seinustu daga.

Fyrir framan leikskólann Hamra og grunnskólann Kelduskóla-Vík í Grafarvogi er nú að finna áróður frá Norðurvígi. Meðlimur samtakanna eða einhver sá er aðhyllist þeirra áróður hefur spreyjað á rafmagnskassa sem er rétt fyrir framan skólana. Um er að ræða svart sprey sem sýnir merki félagsins og slóð á heimasíðu þeirra.

Þá hafa meðlimir nýnasistasamtakanna einnig deilt áróðursmyndböndum á samfélagsmiðlum undanfarið. Áróður samtakanna hefur fengið mjög hörð viðbrögð, en meðlimir hennar hafa til að mynda dásamað Adolf Hitler.

Þá er vitað til þess að samtökin hafi gjarnan sett upp áróðursmiða á ljósastaura um Reykjavíkurborg. Þegar að fólk hafi ætlað sér að rífa þá í burtu hafi komið í ljós að rakvélablöð leyndust undir miðunum. Rakvélablöðunum hefur því verið komið fyrir til að skera þá sem að hafi ætlað sér að taka áróðurinn í burtu. Heimildarmaður DV sagðist hafa orðið fyrir því að skera sig við að fjarlægja slíkan miða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala