fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Partýstand fram á nótt, keðju sveiflað og ruslatunna sprengd

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 07:24

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var annasöm nótt hjá lögreglunni. Komu keðja, partýlæti, lyftari og ruslatunusprenging þar meðal annars við sögu.

Maður var handtekinn í umdæmi stöðvar 3, í Kópavogi og Breiðholti, eftir að tilkynnt var um ógnandi mann sem sveiflaði keðju upp úr klukkan 20:00. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Í sama umdæmi var tilkynnt um samkvæmishávaða laust fyrir klukkan 2 í nótt. Húsráðendur lofuðu að lækka þegar lögreglu bar að garði.

Stöð 1, Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes, tilkynnti um vinnuslys við höfnina laust fyrir klukkan 22.  Einn maður var fluttur á bráðamóttöku LSH eftir að hafa orðið fyrir lyftara og líklegt þykir að hann hafi fótbrotnað.

Einnig var tilkynnt um þjófnað úr verslun á Laugarvegi, þjófnað á grilli í Skerjafirði og konu í annarlegu ástandi, sem var handtekinn grunuð um þjófnað og vistuð í fangageymslu sökum ástands. Einnig voru nokkur útköll voru vegna hávaða í miðborginni. Öll málin voru afgreidd á vettvangi.

Á stöð 2, Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes, var tilkynnt um skemmdarverk klukkan 22:30 þar sem  ruslatunna hafði verið sprengd upp. Gerandinn var á bak og burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“