fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Telur að reykingabann mundi ekki „spila stóra rullu“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 15:00

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var spurður út í möguleika á reykingabanni á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Fjölmiðlamaðurinn sem spurði Þórólf benti á að slíkt bann væri nú í gildi í ákveðnu héraði á Spáni. Um er að ræða Galicia-hérað, þar sem að reykingar eru bannaðar á almenningsstöðum, vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.

Þórólfur sagði að reykingabann sé ekkert endilega besta smitvörnin. Hann sagði þó að reykingar væru verulega óhollar og að hann myndi fagna því manna mest ef fólk myndi hætta að reykja.

„Ég held að reykingar séu bara óhollar hvernig sem á það er litið og ég hvet svo sannarlega fólk til að hætta reykingum. Ég er þó ekkert viss um að það mundi spila stóra rullu hvað varðar COVID-19 en ég bara að ég myndi fagna því manna mest ef menn teldu ástæðu til að hætta að reykja ef að ástæðan væri COVID-19, það væri bara gott mál.“

Eftir svar Þórólfs sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn taka undir orð Þórólfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð