fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 18:05

Samsett mynd - Þórður Snær og Samherji á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til er hug­tak sem á ensku kall­ast corporate terrorism. Á íslensku mætti það útleggj­ast sem hryðju­verka­starf­semi fyr­ir­tækja. Í henni fel­ast meðal ann­ars að fyr­ir­tæki brjóti lög til að hagnast, dreifi mis­vísandi áróðri og hræðslu­á­róðri, beiti stjórn­mála­menn þrýst­ingi eða greiði þeim mútur til að fá sínu fram.

Til er annað hug­tak sem á ensku kall­ast corporate warfare, stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­is. Í honum fel­ast árásir á ein­stak­linga, stofn­anir eða sam­keppn­is­að­ila sem fyr­ir­tækið telur standa í vegi sín­um.

Á Íslandi sjáum við eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, í eigu örfárra ein­stak­linga, sem hefur hagn­ast um hund­ruð millj­arða króna á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í eigu þjóð­ar­inn­ar, ítrekað stunda ofan­grein­t.

Það fyr­ir­tæki heitir Sam­herji.“

Svona hefst leiðari Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, sem birtist í gærkvöld. Þar fjallar hann um útgerðarfyrirtækið Samherja, sem líkt og flestir vita, birti þátt í gær þar sem að fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er borinn þungum sökum.

Þórður fer yfir margt í leiðara sínum, til að mynda minnist hann á að fyrrverandi seðlabankastjóri Svein Har­ald Øygard segi fyrirtækið hafa reynt að þagga niður í andstæðingum sínum þegar rannsókn Seðlabankans á því stóð yfir. Þá talar hann um ógnandi tilburði fyrirtækisins, kostaða sjónvarpsþætti þess og hvernig áhersla Samherja hafi færst yfir á Helga Seljan, fréttamann RÚV.

„Áreitir meinta óvini fyr­ir­tæk­is­ins, staf­rænt og í raunheimum“

Hann ræðir einnig viðbrögð Samherja við Samherjamálinu svokallaða. Þórður segir að stjórnendur Samherja hafi til að mynda ráðið fjölmiðlamann sem hafi ráðist í „und­ir­róð­urs­starf­semi“, þar á hann eflaust við um Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi Fréttamann Stöð 2. Þá minnist hann á Jón Óttar Ólafsson, rannsakanda fyrirtækisins, sem að Þórður segir áreita „óvini“ Samherja á netinu.

„Opin­ber­un Kveiks, Stund­­­ar­innar, Al Jazeera og Wikileaks var vönd­­uð, ítar­­leg og studd marg­háttuð gögn­um, til við­­bótar við játn­ingu lyk­il­­stjórn­­anda Sam­herja í Afr­íku á þátt­­töku í lög­­brotum á borð við millj­­arða mút­u­greiðsl­­ur, skatt­­svik og pen­inga­þvætt­i.

Verið er að rann­saka hana í að minnsta kosti þremur lönd­um, þar á meðal hér­lendis þar sem nokkrir ein­stak­lingar eru með stöðu grun­aðs manns.

Stjórn­endur og eig­endur Sam­herja, með botn­lausa sjóði sem mynd­ast hafa vegna nýt­ingar á þjóð­ar­auð­lind, hafa rekið harðan áróður gegn nafn­greindu fólki og fjöl­miðlum vegna þessa máls, alveg eins og í Seðla­banka­mál­inu. Fyr­ir­tækið réð meðal ann­ars til sín reynslu­mik­inn fjöl­miðla­mann til að hjálpa til við að ráð­ast gegn fyrr­ver­andi kol­legum hans með und­ir­róð­urs­starf­semi. Fyr­ir­tækið var þá þegar með á fóðrum rann­sak­anda sem stundar það að taka leyni­lega upp sam­töl við frétta­menn eftir að hafa boðað þá á fundi á fölskum for­send­um, til að klippa saman eftir hent­ug­leika í sam­ræmi við æski­lega frá­sögn, sex árum síð­ar. Þess á milli villir hann á sér heim­ildir eða áreitir meinta óvini fyr­ir­tæk­is­ins, staf­rænt og í raunheimum.“

Enginn titlaður fyrir verkinu

Þórður segir að Samherji hafi þá ráðist í „hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“ og að lokaútspil hennar hafi verið þátturinn sem birtist í gær. Hann segir að þátturinn sé settur í búning „dramat­ískrar frétta­skýr­ing­ar“ og bendir á að enginn sé titlaður fyrir þættinum, hvorki leikstjóri né framleiðandi.

„Þessi hópur hefur rekið hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð sem á lík­lega að reyna að rétta hlut Sam­herja. Síð­asta útspilið í henni eru sér­stak­lega fram­leiddir þættir þar sem bornar eru ásak­anir á hendur Helga Selj­an, meðal ann­ars um að hafa falsað skýrslu sem í sama þætti er haldið fram að sé ekki til.

Umrætt gagn var reyndar sýnt í upp­haf­legri umfjöllun RÚV og því sann­ar­lega til. Það stað­festi meðal ann­ars fyrr­ver­andi nefnd­ar­maður í úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna, sem segir við Stund­ina í dag að hann hafi fengið sömu gögn í hend­urnar og meira að segja skrifað tíma­rits­grein upp úr þeim. Þætt­irnir eru settir í bún­ing dramat­ískrar frétta­skýr­ing­ar, þar sem rætt er við þrjá ein­stak­linga, sem allir eru starfs­menn Sam­herja eða við­skipta­fé­laga eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, án þess að það sé sér­stak­lega til­greint. Eng­inn ábyrgð­ar­maður er titl­aður fyrir verk­inu. Eng­inn leik­stjóri eða fram­leið­andi. Þó liggur fyrir að ein­hver af holdi og blóði hefur t.d. keypt efni af safnadeild RÚV til að nota við fram­leiðsl­una, tekið þætt­ina upp og klippt þá sam­an.“

Enginn trúi því að „illska drífi marg­verð­laun­aða rann­sókn­ar­blaða­menn áfram“

Að lokum segir Þórður að þeir sem að vinna þáttinn ættu í raun að endurgreiða Samherja útlagðan kostnað, þar sem efnið vinni þegar upp sé staðið gegn fyrirtækinu. Hann segir að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að hræða fréttamenn frá umfjöllun um fyrirtækið.

„Að öðru leyti er um frekar dap­urt efni að ræða. Það trúir því enda varla nokkur með sæmi­lega með­vit­und að hrein rætni og illska drífi marg­verð­laun­aða rann­sókn­ar­blaða­menn áfram, frekar en metn­aður til að upp­lýsa almenn­ing og segja satt og rétt frá. Sam­herji ætti eig­in­lega að krefja þessa spuna­meist­ara sína um end­ur­greiðslu á útlögðum kostn­aði, þar sem illa hann­aðar árásir þeirra vinna fyr­ir­tæk­inu mun meira skaða en gagn. Árásir sem alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi með tugmilljarða króna veltu á ári birtir á heima­síðu sinni. Þeirri sömu og notuð er í dag­legum við­skiptum þess.

Til­gang­ur­inn er ein­ungis sá að reyna að vega að æru frétta­manns og fjöl­mið­ils sem dirfð­ust að opin­bera Sam­herja. Og hræða aðra frá því að fjalla um fyr­ir­tækið eða eig­endur þess. Und­ir­liggj­andi skila­boðin eru: „Þið gætuð verið næst, sleppið þessu bara“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““