fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan birtir myndband úr TF-SIF af háskalegri eftirför fíkniefnasmyglara – Tæpt tonn af fíkniefnum um borð

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 13:58

mynd/landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom að aðgerð spönsku lögreglunnar sem gerði tæpt tonn af hassi upptæk á dögunum. Áhöfnin var við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi, við strendur spánar, þegar áhöfnin varð var við hraðbát með „torkennilegan varning“ um borð. Eftir að hafa gert höfuðstöðvum spænsku lögreglunnar viðvart fylgdi TF-SIF smyglurunum eftir þar til spænska lögreglan á hraðbát náði bátnum og handtók smyglarana fjóra sem um borð í bátnum voru.

963 kíló af hassi voru gerð upptæk og handtók fjóra. Mennirnir voru frá Marokkó, Belgíu og Frakklandi.

mynd/landhelgisgæslan

Áhöfnin hefur undanfarnar vikur sinnt landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu og hefur á meðan haft aðsetur á Malaga á Spáni. Á liðnum vikum hefur áhöfn flugvélarinnar tekið þátt í 41 verkefni, komið að björgum 78 flóttamanna og komið upp um fleiri smygltilraunir á fíkniefnum til Evrópu.

Áhöfnin er lögð af stað til landsins og er væntanlega hingað síðar í vikunni.

Sjá má upptöku úr flugvél landhelgisgæslunnar hér að neðan, en ljóst er af henni að dæma, að um háskalega eftirför hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi