fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 11:49

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk er ekki meira smitandi áður,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskra Erfðagreiningar. Hann segir það ekki rétt að fólk sé að greinast með meira magn veiru nú en áður, það sé einfaldlega verið að ná fyrr til smitaðra einstaklinga en áður sem útskýri aukið magn veirunnar í þeim er greinast.

Segir Kári það ekki rétta túlkun að veiran hafi breyst eða þróast með einhverjum hætti á þann veg að hún sé í meira magni í smituðum einstakling en áður. Slíkt kom fram í fjölmiðlum í gær eftir upplýsingafund Almannavarna en Kári segir slíka túlkun vera á misskilningi byggða.

Fólk er því ekki meira smitandi en áður en það smitar mest þegar það er með mikið magn veiru í sér. „Fólk er með mesta magn veiru nokkrum dögum áður en það fær einkenni,“ segir hann og ítrekar mikilvægi þess að fólk geri sér grein fyrir því að það séu engin tengsl milli magn veiru og hversu veikt fólk verður. Þannig getur einstaklingur með lítil einkenni verið með mikið magn veirunnar og því verið bráðsmitandi.

Kári segir mikilvægt að bregðast hratt við og að fólk sé ekki að koma saman í hópum. „100 manns er alltof mikið. Fólk verður að axla ábyrgð,“ segir Kári og hvetur landsmenn til þess að vera ekki á þvælingi að óþörfu og forðast alla hópamyndun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum
Fréttir
Í gær

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Í gær

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?