fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Fleiri starfsmenn hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins og DV í sóttkví

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 8. ágúst 2020 22:52

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnaryfirvöld hafa ákveðið að stærri hópur starfsfólks Torgs verði settur í sóttkví en áður hafði verið tilkynnt, en Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og DV. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessum nýju vendingum. 

Á fimmtudag var sagt frá því að COVID-19 smit hefði komið upp á ritstjórn DV og var öll ritstjórn blaðsins send í sóttkví, utan starfsmanns sem var í vaktafríi þann dag sem smitaður starfsmaður var við vinnu, og starfsfólks í sumarleyfi. Ekki er vitað um ný smit meðal starfsfólks fyrirtækisins.

Hvorki er gert ráð fyrir að frétta­þjónusta á fretta­bladid.is né út­gáfa Frétta­blaðsins raskist við þetta, en fréttaþjónusta á dv.is hefur haldist óbreytt síðan starfsfólk fór í sóttkví og helgarblað DV kom út á föstudag. Starfsfólk fyrirtækisins býr að góðri reynslu af fjarvinnu síðan samkomubann miðaðist við 20 manns í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi