fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur mikið borið á þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Þykir lögreglu því rétt að minna fólk á að vera á varðbergi.

Helst er um að ræða þjófnað á reiðhjólum rafmagnshlaupahjólum og vespum en einnig hefur töluvert borið á innbrotum í bíla og byggingarsvæði.

„Fólk er því hvatt til að geyma hjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á, og umráðamenn ökutækja eru minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á.“ 

Lögregla hvetur fólk til að hafa samband verði það vart við grunsamlegar mannaferðir og er sömuleiðis hvatt til að fólk taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og eins taki niður bílnúmer eða skrifi niður lýsingu á grunsamlegum aðilum.

„Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444-1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð