fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 13:36

mynd/fljotsdalsherad.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú stuld á tréskúlpturverki á Egilsstöðum. Fréttavefurinn Austurfrett.is greindi frá því í dag að skúlptúr Grétars Reynissonar sem staðið hefur undanfarin ár á grasbletti á milli Fagradalsbrautar og Landsbankans á Egilsstöðum hefði verið stolið.

Þjófnaðurinn virðist hafa átt sér einhvern aðdraganda, því undanfarin þrjú ár hefur hann staðið vörð um bankann í friði, þar til í síðustu viku. Örninn var þá fjarlægður af stalli sínum og fannst falinn inni í runna í námunda við bankann. Sagði Austurfrétt frá því að talsvert átak hafi þurft til þess að ná listaverkinu af undirstöðum sínum.

Fljótsdalshérað og Félag skógarbænda á Austurlandi efndu til samkeppnar um listaverk úr trjáviði á Skógardeginum mikla sem fram fór í Hallormsstaðaskógi fyrir þrem árum. Hlaut verk Grétars, umræddur örn, fyrstu verðlaun í samkeppninni.

Í kjölfar þjófnaðarins fyrir rúmri viku var gengið betur frá tréskúlptúrnum og örninn festur í steyptar undirstöður.

Það var svo starfsmaður áhaldahúss bæjarins sem varð fyrstur var við stuldinn í gærmorgunn, að því er segir á Austurfrétt. Styttan hafði þá fengið að standa í friði um helgina. Er haft eftir Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra Fljótsdalshéraðs, að styttunni hafi verið ruggað til og síðan rifin upp.

Styttan er um 50 kíló að þyngd og 70 sentimetrar á hæð, og það því ljóst að það er ekki á hvers manns færi að rífa slíkt ferlíki upp af steyptum undirstöðum. Þjófnaðurinn á þessari veglegu eigu bæjarins hefur verið kærður til lögreglu og rannsakar, sem fyrr segir, lögreglan á Austurlandi nú málið. Biður lögreglan þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna í síma 444-0600, netfangid austurland@logreglan.is eða í gegnum Facebook síðu lögreglunnar á Austurlandi.

mynd/austurfrett.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi