fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Grín í Reykjanesbæ gegn Ólafi Helga lögreglustjóra – „Sætur og sexý“ – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 14:34

Mynd aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsmenn hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum mættu til vinnu í morgun fjarlægðu þeir pappaspjald sem komið hafði verið fyrir utan bygginguna. Ómögulegt er að skilja áletunina á spjaldinu öðruvísi en sem grín beint gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Ólafi Helga Kjartansyni. Hann hefur verið í fréttum undanfarið 0g RÚV sagði frá því að kvartanir starfsmanna gegn honum beindust meðal annars að klámfengnum texta sem hann hefði prentað út úr prentara á skrifstofu embættisins og þeirrar venju hans að hafa fataskipti fyrir framan aðra á skrifstofu sinni.

Ólafur Helgi er hins vegar ekki sýslumaður í Reykjanesbæ og lögreglan á Suðurnesjum er ekki staðsett í þessu húsi. „Þetta hefur ekkert með okkur að gera,“ sagði starfsmaður hjá Sýslumannsembættinu sem DV hafði samband við en viðkomandi aðili kannaðist við pappaspjaldið og hafði það verið fjarlægt í morgun.

Aðsend mynd

Samsvarandi pappaspjald var sett upp við umferðargötu í Reykjanesbæ.

Ólafur Helgi var um skeið sýslumaður á Selfossi. Hann gegnir núna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum en fréttir herma að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vilji flytja hann í samsvarandi embætti í Vestmannaeyjum.

UPPFÆRT

Aðilar sem segjast bera ábyrgð á uppátækinu þvertaka fyrir að um misskilning sé að ræða. Spjöldunum hafi verið komið fyrir á þeim stöðum þar sem þau áttu að vera. Þeim sé fullkunnugt um að Ólafur sé ekki sýslumaður á Suðurnesjum.

Um er að ræða félagsskapinn Skiltakarlarnir en þeir eru með Facebook-síðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“