fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Áhyggjur vegna tívolís á Akureyri um verslunarmannahelgina: „Skil þetta ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 16:57

Frá hátíðinni árið 2015. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hafa borist ábendingar þess efnis að foreldrar á Akureyri séu áhyggjufullir vegna tívolía sem verið er að setja upp fyrir hátíðina „Ein með öllu“ sem haldin verður um helgina. Raunar verður hátíðin í skötulíki vegna COVID-19 og engin skipulögð skemmtiatriði, ekkert svið eða viðburðir, en leiktæki, sölubásar og aðstaða fyrir fjölskyldufólk til að gera sér glaðan dag.

Uppsetning tívolía vekur gagnrýni vegna meintrar smithættu. DV ræddi við Davíð Gunnarsson hjá Viðburðastofu norðurlands sem hefur umsjón með hátíðinni að þessu sinni. Þess má geta að hátíðin er nú ýmist kölluð „Ein með litlu“ eða „Ein með engu“ manna á meðal, vegna lítils umfangs hennar þetta árið.

„Það er ekki skemmtilegt að þurfa að vera leiðinlega mamman og segja nei þegar barnið biður um að fá að fara. Skil þetta ekki,“ sagði áhyggjufull móðir við DV.

Tívolíið sem verið er að setja upp núna er í umsjón breskra aðila sem hafa farið um landið með tívolí undanfarin ár. Einnig verður íslenskur aðili, Sprell, með tívolí uppsett á svæðinu. Að sögn Davíðs verður smitvarnaraðgát í heiðri höfð:

„Við erum búin að ræða þetta fram og aftur við rekstraraðilana og þeir eru búnir setja upp sprittstöðvar við hvert einasta tæki. Þeir eru síðan með dælur til að hreinsa öll tæki eftir noktun. Þeir þurfa að sjálfsögðu að fylgja öllum þeim reglum sem við setjum. Það er okkar hlutverk þessa dagana, við erum að berjast í þessu, og í sjálfu sér gott að þetta sé undir merkjum hátíðarinnar Ein með öllu, því það veitir okkur tækifæri til að hafa stjórn á þessu.“

Davíð bendir á að eingöngu fyrirtæki, stofnanir og bæjarbúar standi að þeirri fjölskylduvænu dagskrá sem verður í gangi. „Öllum sóttvarnarreglum verður fylgt og þetta er allt gert í samvinnu við löggæsluna hérna og almannavarnir,“ segir Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin