Í gærkvöldi bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um karlmann í mjög annarlegu ástandi. Hann var utandyra í Breiðholti, ber að ofan, öskrandi og æpandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Um klukkan 2 var meintur innbrotsþjófur handtekinn í heilsugæslustöð í Breiðholti þar sem hann hafði brotist inn.
Á sjöunda tímanum í gær voru tveir meintir innbrotsþjófar handteknir í miðborginni. Þar höfðu þeir brotist inn í verslun.
Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.