fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Ofbeldið gegn Þórdísi fordæmt: „Hér eru einfaldlega hegningarlagabrot í bunkum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 15:37

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa stigið fram og fordæmt svívirðilegar hótanir og óprenthæf ummæli sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur mátt þola undanfarið. Forsagan er sú að Þórdís lét misskilinn brandara falla á Instagram-reikningi sínum um Kópasker og Raufarhöfn, athugasemd sem var tilkomin vegna veðurfars:

Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker. Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls ekki gera það.“

Fréttablaðið greindi frá því í morgun hafa Þórdísi borist á annan tug skilaboða frá nafngreindu fóli sem hótaði henni lífláti, nauðgun og grófu obeldi. Mun hún kæra hótanirnar til lögreglu.

Hér að neðan er eitt dæmi um þessi skilaboð:

Lögbrot í bunkum

Rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan fjallar stuttlega um málið á Twitter og segir eftirfarandi:

Hér eru einfaldlega hegningarlagabrot í bunkum.

Það að kalla þetta netníð, smættar glæpina sem þetta fólk framdi allt.

Og: Takið eftir hvernig meirihlutinn af þeim sem móðgast fyrir hönd þessara plássa, er fólk sem hefur sjálft kosið að fara þaðan. Er það líka dauðasök?

 

Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson ritar eftirfarandi færslu um málið:

„Svona ógeðsleg viðbrögð hefði karlmaður aldrei fengið! Og vandinn er ekki bundinn við Kópasker og Raufarhöfn heldur er þetta bara kristaltær birtingarmynd kvenfyrirlitningarinnar sem gegnsýrir allt samfélagið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt