fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna.

Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Þannig geta viðskiptavinir Icelandair keypt einn farseðil frá Íslandi eða Bandaríkjunum til fjölda áfangastaða airBaltic í Eystrasaltsríkjunum og Austur Evrópu. Á móti, geta viðskiptavinir airBaltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða Icelandair í Norður Ameríku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

„Með því að tengja leiðakerfi Icelandair við airBaltic bjóðum við viðskiptavinum okkar aukna valmöguleika þegar kemur að tengingum í Eystrasaltsríkjunum og Austur Evrópu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Á móti geta viðskiptavinir airBaltic nýtt sér mikilvægar tengingar til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða okkar í Norður Ameríku. Samstarfið styrkir Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð og styður við fjölgun ferðamanna,” segir Bogi.

Matrin Gauss, forstjóri airBaltic, segir það sanna ánægju að gera samstarfssamning við jafn öflugt félag og Icelandair. „Samstarf félaganna eykur valmöguleika viðskiptavina á flugi til Eystrasaltsríkjanna og með flugi í gegnum Riga til Búdapest, Prag, Varsjá og fleiri áfangastaða. Við hlökkum til samstarfsins við Icelandair sem mun gera viðskiptavinum okkar aukna möguleika á ferðalögum víða um heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“