fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur birt ákæru gegn liðlega þrítugum pólskum manni sem á lögheimili í Reykjavík. Manninum er gefið að sök að hafa fyrir rétt rúmu ári síðan hótað lögreglumönnum lífláti og sparkað í fótlegg lögreglumanns. Atvikið átti sér stað að Háaleitisbraut í fyrravor.

Þar sem ekki hefur tekist að ná í manninn hefur ákæran verið birt í Lögbirtingablaðinu. Í ákærunni segir:

„…fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 31. maí 2019 að Háaleitisbraut 155 í Reykjavík, hótað lögreglumönnum nr. 1709 og H1312 lífláti, og stuttu síðar inni í lögreglubifreið fyrir utan húsnæðið sparkað í fótlegg lögreglumanns nr. H1312, en lögreglumennirnir voru við skyldustörf.
Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Maðurinn er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Mæti hann ekki má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brotið sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.

Undir ákæruna ritar Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“