fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Þingmaðurinn Anna Kolbrún dæmd til að borga afborgun af hárri skuld í Danmörku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 16:18

Anna Kolbrún Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins, til að greiða rúmlega 68.000 danskar krónur (tæplega 1,4 milljónir ISK) af skuld sem er 623.280 krónur danskar, eða að andvirði ríflega 13 milljónir ISK.

Málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem Anna Kolbrún tók í Danmörku fyrir um 20 árum hjá Fionia Bank. Anna Kolbrún gerði greiðslusamkomulag við bankann árið 2006, um að greiða tiltekna upphæð af láninu mánaðarlega. Eftirstöðvarnar átti að fella niður þegar ákveðinni upphæð væri náð.

Hins vegar flæktist málið þegar Fionia Bank garð gjaldþrota fyrir ríflega áratug síðan. Anna Kolbrún hætti að greiða af láninu árið 2014 en greiddi reglulega af því frá 2006 til 2009.

Innheimtufyrirtækið Lowell Danmark A/S yfirtók kröfuna og fór í mál við Önnu Kolbrúnu. Innheimtufyrirtækið krafðist þess að fá alla upphæðina greidda en niðurstaða héraðsdóms er að Anna greiði andvirði tæplega 1,4 milljóna króna eða 68.564 danskar krónur.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu. 

Sjá dóm héraðsdóms.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“