fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Mark Anthony ákærður fyrir ítrekað heimilisofbeldi – Klórför, marblettir og glerbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 14:19

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur látið birta í Lögbirtingablaðinu ákæru á hendur 54 ára gömlum manni, Mark Anthony Dewhurst, sem á lögheimili í Reykjanessbæ. Mark er ákærður fyrir þrjú meint ofbeldisbrot árið 2018 gegn þáverandi sambýliskonu sinni.

Venja er að birta ákærur í Lögbirtingablaðinu þegar ekki tekst að ná samband við ákærða aðila til að birta þeim ákærur. Í fyrirkallinu er Mark kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Mæti hann ekki má hann búast við því að verða handtekinn og færður fyrir dóm.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness fimmtudaginn 3. september kl. 11.

Í ákærunni er lýst þremur atvikum þar sem Mark er sakaður um ofbeldi gegn konunni. Hann er sagður hafa slegið hana, sparkað í hana, tekið hana hálstaki, brotið glas á gólfinu í miðri árás og kýlt í vegginn sem hann þrýsti konunni upp að; slegið hana í andlit og ógnað henni með ýmsum hætti. Konan er sögð hafa verið með ýmsa áverka, meðal annars klórför og marbletti dreifða um brjóstkassa og handleggi. Atvikunum er lýst svo í ákærunni:

„I. (008-2018-18424).
Með því að hafa, þann 18. nóvember 2018, gagnvart X, ráðist að henni og slegið hana vinstra megin í andlitið, við hökuna, einu höggi með síma sem ákærði hélt á og sparkað í hægra læri hennar. Urðu afleiðingar háttsemi ákærða þær að X, hlaut stóran marblett á höku, klórför og marblett á hálsi og stóran marblett á hægra læri.

II.(008-2018-18424).
Með því að hafa, þann 25. nóvember 2018, gripið með báðum handleggjum um háls hennar og þrengt að þannig að hún óttaðist um líf sitt og er hann sleppti takinu sett höndina í andlit hennar og fleygt henni niður í sófann þegar hún reyndi að standa upp. Urðu afleiðingar háttsemi ákærða þær að X, hlaut kúlu á ennið ásamt miklum roða í andliti. Að auki hlaut X, marga dreyfða minni marbletti á brjóstkassa og á upp- og framhandleggi.

III. (008-2019-243).
Með því að hafa, þann 6. janúar 2019,  tekið glerglas og kastað því í gólfið þannig að það brotnaði og því næst gripið í andlit og háls X, og ýtt henni upp að veggnum þar sem ákærði kreppti hnefann og kýldi í vegginn en jafnframt sló ákærði X, hægra megin í andltið einu höggi með flötum lófa.“

Í ákærunni er þess krafist að Mark Anthony Dewhurst verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“