fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum

Vinnuslys varð á Suðurnesjum í gær þegar tveir mönn hröpuðu þrjá og hálfan metra til jarðar eftir að vinnupallur sem þeir stóðu á gaf sig. Annar maðurinn var fluttur á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en hinn sakaði ekki. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Jafnframt kemur þar fram að óvenjumörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum síðustu daga. Ökumaður velti bíl sínum þegar hann ók upp á hringtorg á vegamótum Reykjanesbrautar og Þjóðbrautar. Ökumaðurinn ók niður nokkur skilti á hringtorginu og hafnaði svo á hliðinni. Enn annar ók aftan á aðra bifreið á Njarðarbraut. Sá var grunaður um neyslu áfengis og fíkniefna.

Mótorhjólamaður missti hjól sitt út af Nesvegi og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Fleiri umferðaróhöpp urðu án alvarlegra slysa á fólki. Þá hefur lögregla stöðvað nokkra ökumenn fyrir hraðakstur, einkum á Reykjanesbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin