fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Tveir ofurölvi menn á vappi með innkaupakerru í Keflavík

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ofurölvi menn á vappinu með Bónus innkaupakerru í Keflavík vöktu fyrr í vikunni athygli vegfaranda sem gerði lögreglunni á Suðurnesjum viðvart.

Kerran reyndist innihalda mikið magn af þýfi úr tveimur verslunum sem annar mannanna hafði tekið ófrjálsri hendi. Um var að ræða þráðlausan hátalara, ilmvötn og ýmis konar matvöru úr Bónus að heildarverðmæti tæplega 50 þúsund krónur.

Annar mannanna viðurkenndi þjófnaðinn við skýrslutöku hjá lögreglu.

Ofangreint kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar kemur einnig fram að umferðaróhapp hafi orðið í vikunni er maður hjólaði yfir hringtorg og lenti á bifreið. Kvartaði hann í kjölfarið undan eymslum og var fluttur á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar. Lögreglu grunaði að maðurinn væri undir áhrifum fíkniefna og við sýnatöku kom í ljós að svo var, en í manninum mældist kannabis.

Þá óku tveir ökumenn á ljósastaur og umferðarljós. Annar þeirra hafði sofnað undir stýri.

Lögregla hafði einnig afskipti af tveimur drengjum sem voru saman á einni rafskútu. Hvorugur var með hjálm. Lögregla hafði samband við forráðamenn og tilkynnti málið til barnaverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt