fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Persónulega sé ég ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, en hann er ekki sáttur við þá ákvörðun Almannavarna að fresta lengingu á afgreiðslutíma skemmtistaða um óákveðinn tíma. Vínveitingastaðir mega bara hafa opið til ellefu á kvöldin. Jón Bjarni segir í spjalli við DV:

„Held ég geti sagt að barir og vínveitingastaðir sem eru ekki að selja mat þoli það ekki mikið lengur að reyna halda sér í rekstri með 30-40% af fyrri veltu. Það myndi breyta mjög miklu þó ekki væri nema bara hafa opið til 12. Ég persónulega sé ekki mikinn mun á því að vera fullur inni á bar kl. 11 eða vera fullur inni á bar kl. 12.“

Jón Bjarni ætlar þó að halda sínu striki með Dillon í sumar og blæs þar til tónleikaveislu. Verða tónleikar á staðnum allar helgar í júlí og inn í ágúst, fram að Menningarnótt.

„Það er ekki í boði annað en að reyna,“ segir Jón Bjarni.

Fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag að rekstur B5 og fleiri skemmtistaða er í mikilli hættu vegna takmarkaðs afgreiðslutíma. Eigendur þessara staða gagnrýna mjög að ekki sé komið til móts við þá varðandi það tekjufall sem staðir þeirra verða fyrir vegna þessara hamla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin