Þrjú kórónuveirusmit greindust við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær. Þetta kemur fram á Covid.is.
Alls voru 1.413 sýni tekin úr farþegum á leið til landsins í gær.
Nú hafa fjórtán smit greinst við landamæraskimun sem að hófst fyrir rúmlega viku síðan. Af þeim fjórtán sem hafi greinst við landamæraskimum séu tíu einstaklingar ekki smitandi, tveir smitandi og að beðið sé eftir frekari upplýsingum hjá tveimur.